Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. október 2021 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Alfreð fékk mikilvægar mínútur í bikartapi - Viðar Ari og Aron Elís skoruðu
Alfreð spilaði 75 mínútur og skoraði í vítaspyrnukeppni er Augsburg tapaði
Alfreð spilaði 75 mínútur og skoraði í vítaspyrnukeppni er Augsburg tapaði
Mynd: Getty Images
Viðar Ari heldur áfram að gera gott mót í Noregi
Viðar Ari heldur áfram að gera gott mót í Noregi
Mynd: Sandefjord
Aron Elís átti stóran þátt í að koma OB í næstu umferð í danska bikarnum
Aron Elís átti stóran þátt í að koma OB í næstu umferð í danska bikarnum
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er hægt og rólega að koma til baka eftir erfið meiðsli en hann spilaði 75 mínútur í bikartapi gegn Bochum í kvöld.

Alfreð var að spila þriðja leik sinn á tímabilinu en hann kom inná sem varamaður í hálfleik gegn Bochum.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 og því þurfti að framlengja en hann spilaði alla framlenginguna og skoraði svo í vítaspyrnukeppninni í 5-4 tapi.

Alfreð hefur átt í erfiðleikum með meiðsli síðustu ár og því mínúturnar verið af skornum skammti. Það er því vonandi bjartari tímar framundan og möguleiki á að hann gæti tekið þátt í landsliðsverkefninu í nóvember ef allt gengur að óskum.

Viðar Ari gerir góða hluti í Noregi

Viðar Ari Jónsson skoraði annað mark Sandefjord í 2-0 sigri á Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Þetta var 9 mark hans í norsku deildinni á þessari leiktíð og ellefta mark hans í öllum keppnum.

Hann lék allan leikinn líkt og Ari Leifsson í liði Strömsgodset en Valdimar Þór Ingimundarson kom inná sem varamaður á 81. mínútu.

Hólmar Örn Eyjólfsson var á bekknum hjá Rosenborg sem gerði markalaust jafntefli við Haugesund. Brynjólfur Andersen Willumsson kom inná á 69. mínútu er Kristiasund tapaði fyrir Mjöndalen, 5-0.

Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt eru á toppnum í deildinni eftir 2-0 sigur á Molde. Hann spilaði allan leikinn og er liðið nú með 51 stig, fjórum stigum á undan Molde.

Oskar Sverrisson kom inná í hálfleik er Häcken gerði 1-1 jafntefli við Östersund. Valgeir Lunddal Friðriksson sat allan tímann á bekknum en Häcken er í 8. sæti með 32 stig.

Aron Elís átti stóran þátt í að koma OB áfram í bikarnum

Aron Elís Þrándarson byrjaði á bekknum hjá OB í danska bikarnum er liðið mætti Nordsjælland. Staðan var 1-0 fyrir Nordsjælland þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Aron kom inná á 79. mínútu og tíu mínútum síðar jafnaði hann metin með skalla. OB bætti við þremur mörkum í framlengingu og fóru örugglega áfram. Stórt mark hjá íslenska leikmanninum.
Athugasemdir
banner
banner