Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. október 2021 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Roma aftur á sigurbraut
Lorenzo Pellegrini var bjargvættur Roma
Lorenzo Pellegrini var bjargvættur Roma
Mynd: EPA
Síðustu þremur leikjum kvöldsins í Seríu A á Ítalíu er lokið þar sem Roma vann Cagliari á útivelli, 2-1. Inter lagði þá Empoli 2-0 en það voru bakverðirnir, Danilo D'Ambrosio og Federico Dimarco, sem gerðu mörkin.

Spænski sóknarmaðurinn Pedro Rodriguez gerði eina mark Lazio í 1-0 sigrinum á Fiorentina. Mark hans kom á 52. mínútu leiksins.

Roma hafði ekki unnið í síðustu þremur leikjum í öllum keppnum fram að leiknum í kvöld og var ekki útlit fyrir að það myndi breytast er Leonardo Pavoletti kom Cagliari yfir á 52. mínútu leiksins.

Varnarmaðurinn öflugi Roger Ibanez jafnaði þó metin tæpum tuttugu mínútum síðar og svo var það auðvitað í verkahring fyrirliðans, Lorenzo Pellegrini, að tryggja sigurinn tólf mínútum fyrir leikslok.

Roma er nú í 4. sæti með 19 stig. Inter lagði Empoli, 2-0. Danilo D'Ambrosio skoraði fyrra mark Inter á 34. mínútu og það var síðan vinstri bakvörðurinn Federico Dimarco sem gerði annað markið á 66. mínútu. Empoli spilaði manni færri frá 52. mínútu eftir að Samuele Ricci var rekinn af velli. Inter er í 3. sæti með 21 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Lazio 1 - 0 Fiorentina
1-0 Pedro ('52 )

Cagliari 1 - 2 Roma
1-0 Leonardo Pavoletti ('52 )
1-1 Roger Ibanez ('71 )
1-2 Lorenzo Pellegrini ('78 )

Empoli 0 - 2 Inter
0-1 Danilo D'Ambrosio ('34 )
0-2 Federico Dimarco ('66 )
Rautt spjald: Samuele Ricci, Empoli ('52)
Athugasemdir
banner
banner