Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matty Cash getur byrjað að spila með Póllandi
Cash fagnar hér marki með Aston Villa.
Cash fagnar hér marki með Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Matty Cash, leikmaður Aston Villa, hefur staðfest að hann ætli sér að spila með pólska landsliðinu.

Cash á ættir að rekja til Pólland og er hann núna kominn með pólskan ríkisborgararétt. Hann getur því spilað með pólska landsliðinu núna.

Cash er 24 ára gamall bakvörður Aston Villa sem getur einnig leikið á hægri kanti. Hann hefur aldrei spilað fyrir landslið Englands.

Bakvörðurinn á 34 úrvalsdeildarleiki að baki fyrir Aston Villa en þar áður var hann lykilmaður í liði Nottingham Forest í Championship deildinni.

„Ég mun gefa allt mitt fyrir þetta land," skrifaði Cash á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner