Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 27. október 2021 17:40
Elvar Geir Magnússon
Xisco ekki lengi atvinnulaus - Tekinn við Huesca (Staðfest)
Xisco Munoz.
Xisco Munoz.
Mynd: Getty Images
Xisco Munoz sem var rekinn nýlega frá Watford var ekki lengi atvinnulaus því hann hefur verið ráðinn til Huesca á Spáni.

Huesca var í þjálfaraleit eftir að Nacho Ambriz var rekinn á mánudag eftir að hafa tapað 3-1 gegn Burgos daginn á undan.

Huesca féll úr La Liga á síðasta tímabili og er í tólfta sæti B-deildarinnar.

Xisco er 41 árs og það kom nokkuð á óvart þegar hann var ráðinn til Watford í desember 2011. En undir han stjórn komst liðið upp í ensku úrvalsdeildina.

Þolinmæði þekkist ekki hjá eigendum Watford og Xisco var rekinn eftir aðeins sjö leiki á þessu tímabili.

Hann þekkir spænsku B-deildina vel sem leikmaður en hann spilaði í deildinni með Recreativo de Huelva og Levante.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner