Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 27. október 2024 22:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks með Arnóri Gauta Jónssyni og skildinum eftir leik.
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks með Arnóri Gauta Jónssyni og skildinum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það hljómar frábærlega og er frábært. Bara geggjuð tilfinning." Sagði Halldór Árnason þjálfari nýkringdra Íslandsmeistara Breiðabliks aðspurður um hvernig það hljómi að vera orðinn Íslandsmeistari.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Breiðablik kom sá og sigruði á Víkingsvelli í kvöld og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í leik þar sem flestir spekingar töldu að heimamenn væru sigurstranglegri.

„Það er ótrúleg umræða því þeir sem hafa fylgst með fótbolta vita að við erum búnir að vera langbesta liðið í þessari deild síðustu fjóra mánuði. Vorum langbesta liðið á þessum velli í dag og sóttum það sem við ætluðum okkur."

Spennustig Breiðabliks virkaði um betur stillt en hjá Víkingum í kvöld.

„Ég er búin að lýsa því held ég ágætlega alla vikuna að maður upplifði það eftir Stjörnuleikinn þar sem að það áttu sér stað ótrúlegir atburðir þann dag að einhvernveginn eftir þann leik fann maður að það var búið að setja mikla pressu á menn og einhverja hlekki að komast í þennan leik þó svo að það hefði átt að vera öfugt. Það voru við sem vorum alltaf mikið nær því að tryggja okkur þó allavega leik ef ekki titilinn fyrr. Það bara losnuðu hlekkirnir og pressa eftir Stjörnuleikinn."

Margir spekingar afskrifuðu Breiðablik snemma á mótinu og gengu jafnvel það langt að segja að þeir ættu ekki séns þegar Breiðablik féll úr leik í bikarnum. 

„Ég pæli ekki í neinu utan að komandi umræðu. Ég held að við höfum spilað leik við Víking í elleftu eða tólftu umferð þar sem þeir jafna á 97.mínútu þá hefðum við komist á toppinn og þá er mótið hálfnað þannig ég veit ekki hvenær við vorum eitthvað langt frá þessu. Við tökum þriggja leikja kafla í byrjun júní þar sem við töpum reyndar bara einum leik en gerum tvö jafntefli og þá þurftum við virkilega að ákveða hvort við ætluðum að vera með í þessu eða ekki."

„Við höfum unnið ég veit ekki hvað marga og ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvertíman í júní þannig ég held að það sýni andlegan styrk þessa liðs." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner