Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 27. október 2024 22:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks með Arnóri Gauta Jónssyni og skildinum eftir leik.
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks með Arnóri Gauta Jónssyni og skildinum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það hljómar frábærlega og er frábært. Bara geggjuð tilfinning." Sagði Halldór Árnason þjálfari nýkringdra Íslandsmeistara Breiðabliks aðspurður um hvernig það hljómi að vera orðinn Íslandsmeistari.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Breiðablik kom sá og sigruði á Víkingsvelli í kvöld og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í leik þar sem flestir spekingar töldu að heimamenn væru sigurstranglegri.

„Það er ótrúleg umræða því þeir sem hafa fylgst með fótbolta vita að við erum búnir að vera langbesta liðið í þessari deild síðustu fjóra mánuði. Vorum langbesta liðið á þessum velli í dag og sóttum það sem við ætluðum okkur."

Spennustig Breiðabliks virkaði um betur stillt en hjá Víkingum í kvöld.

„Ég er búin að lýsa því held ég ágætlega alla vikuna að maður upplifði það eftir Stjörnuleikinn þar sem að það áttu sér stað ótrúlegir atburðir þann dag að einhvernveginn eftir þann leik fann maður að það var búið að setja mikla pressu á menn og einhverja hlekki að komast í þennan leik þó svo að það hefði átt að vera öfugt. Það voru við sem vorum alltaf mikið nær því að tryggja okkur þó allavega leik ef ekki titilinn fyrr. Það bara losnuðu hlekkirnir og pressa eftir Stjörnuleikinn."

Margir spekingar afskrifuðu Breiðablik snemma á mótinu og gengu jafnvel það langt að segja að þeir ættu ekki séns þegar Breiðablik féll úr leik í bikarnum. 

„Ég pæli ekki í neinu utan að komandi umræðu. Ég held að við höfum spilað leik við Víking í elleftu eða tólftu umferð þar sem þeir jafna á 97.mínútu þá hefðum við komist á toppinn og þá er mótið hálfnað þannig ég veit ekki hvenær við vorum eitthvað langt frá þessu. Við tökum þriggja leikja kafla í byrjun júní þar sem við töpum reyndar bara einum leik en gerum tvö jafntefli og þá þurftum við virkilega að ákveða hvort við ætluðum að vera með í þessu eða ekki."

„Við höfum unnið ég veit ekki hvað marga og ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvertíman í júní þannig ég held að það sýni andlegan styrk þessa liðs." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir