Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. nóvember 2021 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Agla að skoða stöðuna - „Búin að fá þessa spurningu ansi oft"
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Ísland spilar næstkomandi þriðjudag við Kýpur í undankeppni HM.

Agla var spurð út í framtíð sína en alltaf eru miklar vangaveltur um það hvenær hún fer út í atvinnumennsku.

„Ég er búin að fá þessa spurningu ansi oft... ég mun einhvern tímann gera það; þetta kemur allt í ljós," sagði Agla.

Þegar hún var spurð hvort eitthvað væri í vinnslu, þá svaraði hún: „Það eru alltaf einhver tilboð sem maður fær. Þetta kemur í ljós fljótlega."

Kæmi það henni á óvart að spila í efstu deild á Íslandi næsta sumar?

„Nei, alls ekki. Það er alls ekkert útilokað hjá mér. Ég er að skoða það sem kemur upp og er að vega og meta ýmislegt."

Agla hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins síðustu ár. Hún hefur einnig spilað með Stjörnunni og Val á sínum mjög flotta ferli. Hún á jafnframt að baki 41 A-landsleik og í þeim hefur hún skorað þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner