lau 27. nóvember 2021 06:00
Victor Pálsson
Hoddle: Vantar gæði í Tottenham
Mynd: EPA
Glenn Hoddle, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, gagnrýndi bæði Ryan Sessegnon og aðra leikmenn liðsins í gær eftir óvænt tap gegn Mura í Sambandsleild UEFA.

Mura kom öllum á óvart og vann 2-1 heimasigur gegn Tottenham þar sem Sessegnon fékk rautt spjald í fyrri hálfleik eftir tvö gul spjöld.

Tottenham leit annars ansi illa út í þessari viðureign og hefur ekki náð sér á flug síðustu vikur þó liðið hafi sigrað Leeds í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Hoddle segir að Sessegnon hafi einfaldlega verið kærulaus í þessum leik og segir frammistöðu liðsins skelfilega.

„Þegar þú ert á gulu spjaldi þá geturðu ekki hent þér í svona tæklingar. Þú verður að ná þessu algjörlega, hann þurfti að fara," sagði Hoddle.

„Þetta hefur verið alveg skelfilegt, þeim vantar alla tækni. Þeir passa sig ekki neitt. Tæknilega hafa þeir verið ömurlegir."

„Það vantar einfaldlega gæði í þetta Tottenham lið."
Athugasemdir
banner
banner