Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. nóvember 2021 13:00
Aksentije Milisic
Mancini: Vildum forðast Portúgal
Mynd: EPA
Roberto Mancini, stjóri Evrópumeistara Ítalíu, hefur viðurkennt að liðið vildi forðast það að mæta Portúgal í umspilinu um laust sæti á HM í Katar á næsta ári.

Ítalía mætir Norður Makedóníu í undanúrslitum og vinni liðið þann leik þá mætir það Portúgal eða Tyrklandi í úrslitaleik um sæti á HM.

Margir urðu fyrir vonbrigðum þegar dregið var í gær en þetta þýðir að annaðhvort Portúgal eða Ítalíu muni sitja eftir með sárt ennið og missa af HM.

„Drátturinn hefði geta verið betri, það er satt. Þetta er einn leikur og það er alltaf erfitt. Við erum með sjálfstraust og erum jákvæðir," sagði Mancini.

„Við vorum mjög góðir í undankeppninni. Við áttum skilið að vinna gegn Sviss en gerðum það ekki. Við verðum að spila frábærlega til að komast á HM."

„Við vildum forðast Portúgal, það er ekkert leyndarmál. En þeir vildu forðast okkur líka, ég er viss um það. Við munum mögulega spila úrslitaleik gegn þeim," sagði Mancini að lokum.

Leikirnir fara fram í mars mánuði en Ítalía mætir Norður Makedóníu í Rómarborg.

Athugasemdir
banner
banner