Emil Skorri Þ. Brynjólfsson, fyrrum leikmaður HK og ÍR sem skoraði 24 mörk í 22 leikjum með Ými í 4. deildinni, er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Þrótt Vogum.
Þróttur Vogum fékk aðeins 6 stig í Lengjudeildinni í sumar og mun því spila í 2. deild á næsta ári. Emil Skorri er fenginn til að hjálpa til við markaskorunina þar sem Þróttarar skoruðu ekki nema 8 mörk í 22 leikjum í sumar.
Emil Skorri er 21 árs gamall og gæti reynst ansi drjúgur fyrir Þróttara ef honum tekst að endurtaka það sem hann hefur gert með Ými undanfarin misseri.
„Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Vogabúa enda er stefna félagsins að fá unga og efnilega leikmenn í bland við þá sem fyrir eru hjá félaginu," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Þrótti V.
Athugasemdir