Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   mán 27. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho fagnaði marki Roma með því að knúsa ungan boltasækjara
Mynd: EPA
Roma er komið aftur á sigurbraut í Seríu A á Ítalíu eftir að liðið vann Udinese, 3-1, í gær.

Gianluca Mancini, Paulo Dybala og Stephan El Shaarawy skoruðu mörk Rómverja í sigrinum.

Eftir laglegt þriðja mark El Shaarawy fagnaði Jose Mourinho, þjálfari liðsins, með því að hlaupa að ungum boltasækjara og knúsa hann.

Samningur Mourinho við Roma rennur út eftir þetta tímabil, en hann hefur ekki enn gert upp hug sinn hvort hann verði áfram eða leiti á önnur mið.

Á tíma hans hjá Roma hefur hann unnið Sambandsdeildina og komist í úrslit Evrópudeildarinnar, en hann kann vel við sig í Róm og þykir vænt um sitt fólk eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner