Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   mán 27. nóvember 2023 09:10
Elvar Geir Magnússon
Partey, Phillips, Höjbjerg og Sancho á blaði hjá Juventus
Powerade
Newcastle hefur áhuga á Samuel Lino.
Newcastle hefur áhuga á Samuel Lino.
Mynd: EPA
Douglas Luiz aftur til City?
Douglas Luiz aftur til City?
Mynd: Getty Images
Tottenham fylgist með Bazunu.
Tottenham fylgist með Bazunu.
Mynd: EPA
Það er ný vinnuvika hafin, vinnuvika með Meistaradeild. Osimhen, Partey, Phillips, Hojbjerg, Barco, De Gea, Nunez, Bazunu.

Chelsea hyggst gera Victor Osimhen (24) hjá Napoli að sínu helsta skotmarki til að styrkja sóknarleikinn í janúar. Nígeríski sóknarmaðurinn er opinn fyrir því að fara á Stamford Bridge (Telegraph)

Newcastle fylgist grannt með þróun brasilíska vængmannsins Samuel Lino (23) hjá Atletico Madrid. (Todo Fichajes)

Juventus vill fá inn miðjumann í janúar og þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni er á óskalistanum; Thomas Partey (30) hjá Arsenal, Kalvin Phillips (27) hjá Manchester City og Pierre-Emile Höjbjerg (28) hjá Tottenham. (Foot Mercato)

Juventus mun reyna að sannfæra enska vængmanninn Jadon Sancho (23) um að koma á láni frá Manchester United í janúar. (Fichajes)

Manchester City hefur áhuga á brasilíska miðjumanninum Douglas Luiz (25) sem félagið seldi til Aston Villa 2019 og á portúgalska miðjumanninum Ruben Neves (26) hjá Al-Hilal. (Football Insider)

Manchester City vill fá bakvörðinn Valentin Barco (19) frá Boca Juniors og hyggst lána Argentínumanninn til Leicester. (Sun)

Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu er að vinna baráttuna um spænska markvörðinn David de Gea (33) í janúar. De Gea er á frjálsri sölu eftir að hann yfirgaf Manchester United eftir síðasta tímabil. (Sun)

West Ham vinnur að því að fá nígeríska vinstri bakvörðinn Zaidou Sanusi (26) frá Porto í janúar. (Teamtalk)

Tottenham fylgist með þróun írska markvarðarins Gavin Bazunu (21) hjá Southampton. (Football Insider)

Liverpool þarf að borga Benfica 8,5 milljónir punda aukalega eftir að úrúgvæski sóknarmaðurinn Darwin Nunz (24) lék sinn 60. leik fyrir félagið gegn Manchester City á laugardag. (Mirror)

Everton hefur samþykkt að kaupa norður-írska framherjann Braiden Graham (16) frá Linfield. (Belfast Telegraph)

Leicester og Preston vilja fá enska varnarmanninn Jarrell Quansah (20) lánaðan frá Liverpool í janúar. (Alan Nixon)

Alsírski vængmaðurinn Said Benrahma (28) hjá West Ham er á óskalistum félaga í Sádi-Arabíu. (Sun)

Ian Maatsen (21) varnarmaður Chelsea gæti fengið að fara á láni í janúar, ef Hollendingurinn gerir fyrst langtímasamning við bláliða. (Football Insider)

Crystal Palace og Fulham hafa sent fyrirspurn varðandi enska sóknarmanninn Chuba Akpom (28) hjá Ajax. (TeamTalk)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner