Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   mið 27. nóvember 2024 17:42
Brynjar Ingi Erluson
Rekinn eftir aðeins átján leiki (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Hull City hefur rekið Tim Walter eftir aðeins átján leiki í starfi en þetta kemur fram í yfirlýsingu félagsins í dag.

Walter tók við Hull eftir að Liam Rosenior var látinn fara í lok síðasta tímabils.

Hann stýrði liðinu í 17 deildarleikjum og tókst aðeins að vinna þrjá ásamt því að tapa einum í enska deildabikarnum.

Hull greindi frá því í dag að Walter væri horfinn á braut en ákvörðunin var tekin eftir 2-0 tap liðsins gegn Sheffield Wednesday í gær.

Liðið er í 22. sæti með 15 stig og situr í fallsæti þegar aðeins sautján umferðir eru búnar.

Walter er sjötti stjórinn sem er látinn fara í ensku B-deildinni á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner