Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. janúar 2022 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Betur fór en á horfðist - „Þetta er mikill léttir"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Ásmundsson, leikmaður KR, fór í speglun á miðvikudag svo hægt væri að meta alvarleika hnémeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu á dögunum. Óttast var að um slitið krossband væri að ræða en blessunarlega var það ekki niðurstöðuna.

„Speglunin fór vel, krossbandið er ekki slitið en það er skaddað. Nú er bara að bíða eftir að það grói," sagði Emil.

Hann hefur verið stóran hluta síðustu tveggja ára frá vegna meiðsla. Hann sleit krossband í janúar árið 2020 og spilaði tvo leiki með KR í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili.

„Það er enginn fastur tímarammi, þetta er bara endurhæfing og að taka því rólega. Þetta er mikill léttir," sagði Emil að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner