Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. janúar 2023 15:35
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche mættur á æfingasvæði Everton
Mynd: EPA

Sean Dyche verður kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Everton í dag. Hann er þegar mættur á æfingasvæði félagsins og er búinn að skrifa undir samning.


Dyche bíður verðugt verkefni þar sem Everton er í bullandi fallbaráttu. Dyche gerði flotta hluti við stjórnvölinn hjá Burnley en féll tvisvar með liðið úr ensku úrvalsdeildinni og var rekinn eftir seinna fallið. Hann hafði þá verið í stjórastarfinu hjá Burnley í níu og hálft ár.

Dyche tekur við stjórn Everton af Frank Lampard sem hafði verið í starfinu í tæpt ár.

Everton er með 15 stig eftir 20 umferðir af úrvalsdeildartímabilinu og á næst heimaleik við topplið Arsenal 4. febrúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner