Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. janúar 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Taktík Arteta kom mér á óvart
Mynd: Getty Images

Manchester City er komið í 16-liða úrslit enska bikarsins eftir sigur gegn Arsenal. Pep Guardiola hafði þar betur gegn fyrrum lærisveini sínum og góðvini Mikel Arteta, sem er við stjórnvölinn hjá Arsenal.


Guardiola var sáttur með sigurinn þó að Arsenal hafi hvílt ýmsa lykilmenn fyrir leikinn, þar sem Arteta gerði sex breytingar frá sigrinum gegn Manchester United um síðustu helgi. Til samanburðar gerði Guardiola aðeins tvær breytingar frá sigri Man City gegn Wolves.

„Þetta var jafn leikur gegn virkilega erfiðum andstæðingum. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir með að pressa okkur hátt og verjast maður á mann. Ortega var eini fríi leikmaðurinn okkar á löngum köflum. Þetta lagaðist í seinni hálfleik með innkomu Kyle og Bernardo, þeir voru gífurlega mikilvægir," sagði Guardiola við ITV að leikslokum.

„Við vorum betri eftir að við breyttum til í seinni hálfleik. Ég bjóst ekki við að þeir myndu mæta okkur maður á mann í dag, það kom mér á óvart. Þetta var erfiður leikur en við höfðum að lokum betur gegn toppliði ensku úrvalsdeildarinnar."

Varnarmaðurinn Nathan Ake gerði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Hann lék í vinstri bakverði í gærkvöldi og hélt hinum öfluga Bukayo Saka hljóðlátum.

„Hann er að eiga frábært tímabil. Í kvöld lokaði hann á einn af bestu leikmönnum úrvalsdeildarinnar auk þess að gera gott mark. Hann er virkilega góður í einvígum og föstum leikatriðum. Hann er frábær einstaklingur og mikill fagmaður, þar var tími þar sem hann fékk lítinn spiltíma en hann kvartaði aldrei."

Til gamans má geta að þetta var átjándi þjálfarasigur Pep Guardiola gegn Arsenal í öllum keppnum. Hann hefur ekki sigrað neina andstæðinga oftar á ferli sínum sem knattspyrnustjóri..


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner