Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. janúar 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Salzburg náði í Gloukh á undan Barcelona (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Red Bull Salzburg er búið að krækja í hinn bráðefnilega Oscar Gloukh sem skrifar undir fjögurra og hálfs árs samning.


Salzburg borgar 7 milljónir evra fyrir Gloukh en táningurinn valdi austurríska félagið framyfir önnur stórveldi á borð við FC Barcelona. Gloukh veit að hann mun fá mikið af tækifærum hjá Salzburg og tók þess vegna þessa ákvörðun.

Gloukh er aðeins 18 ára gamall og kemur úr röðum Maccabi Tel Aviv þar sem hann er lykilmaður þrátt fyrir ungan aldur. Gloukh hefur skorað eitt mark í tveimur A-landsleikjum með Ísrael eftir að hafa verið lykilmaður í yngri landsilðunum.

Þessi félagaskipti gætu haft áhrif á áhuga Salzburg á Hákoni Arnari Haraldssyni, sem leikur fyrir FC Kaupmannahöfn. Hákon er einu ári eldri en táningarnir leysa svipað hlutverk á vellinum.

Salzburg hefur verið orðað sterklega við Hákon Arnar að undanförnu og er Kaupmannahöfn sagt hafa hafnað tæplega 15 milljón evru tilboði í leikmanninn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner