Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. mars 2020 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Átta leikmenn West Ham með einkenni
Mynd: Getty Images
Átta leikmenn aðalliðs West Ham eru í sjálfseinangrun þar sem þeir gætu verið með kórónuveiruna.

Karren Brady, varaforseti félagsins, staðfesti þetta í pistli á The Sun. Hún segir leikmennina þó aðeins finna fyrir mildum einkennum enn sem komið er.

„Það er ánægjulegt að einkenni þeirra eru mild. Þeim líður öllum vel og fjölskyldum þeirra einnig. Veiran er aldrei meira en handabandi, hnerri eða hósta frá okkur svo við ættum öll að fara varlega," sagði Brady.

David Moyes, stjóri West Ham, fór í sjálfseinangrun fyrr í mánuðinum því hann hafði átt bein samskipti við Mikel Arteta, stjóra Arsenal sem var meðal fyrstu í enska fótboltaheiminum til að greinast með veiruna.

Brady sagði fyrr í apríl að hún teldi best að aflýsa enska fótboltatímabilinu og byrja strax á undirbúningi fyrir það næsta. Það kæmi sér vel fyrir West Ham sem er í harðri fallbaráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner