Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. mars 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Sancho ætti að ganga í raðir Man Utd"
Powerade
Mynd: Getty Images
Slúðrið fer minnkandi enda erum við að ganga í gegnum afar erfiða tíma jafnt innan sem utan fótboltaheimsins. Hér fyrir neðan má sjá slúðurpakka dagsins, þó þunnur sé.

Chelsea hefur áhuga á að fá Manuel Neuer, 34, á frjálsri sölu frá FC Bayern á næsta ári. (Bild)

Bayern mun kaupa Marc-Andre ter Stegen til að fylla í skarð Neuer. Ter Stegen, 27, gæti kostað um 100 milljónir evra ef hann verður búinn að skrifa undir nýjan samning við Barcelona. (Daily Mail)

Jadon Sancho, 20, ætti að ganga í raðir Manchester United ef tækifærið býðst segir Dimitar Berbatov. (Sun)

Tottenham hefur áhuga á að fá úrúgvæska miðvörðinn Diego Godin, 34, frá Inter. (Mirror)

Everton og West Ham hafa bæði áhuga á Martin Braithwaite, 28 ára sóknarmanni sem Barcelona keypti í febrúar. Barca vill ekki minna en 20 milljónir evra fyrir danska landsliðsmanninn. (Diario Sport)

Arsenal hefur áhuga á Carlo Soler, 23 ára miðjumanni Valencia. Soler er nýbúinn að skrifa undir samning sem bindur hann við Valencia næstu þrjú ár. (Sun)

Barcelona hefur gefið Arturo Vidal, 32, leyfi til að ganga í raðir Inter næsta sumar. (Calciomercato)

Shkodran Mustafi, 27, viðurkennir að mikil óvissa ríki varðandi framtíð hans hjá Arsenal. Samningur Mustafi rennur út á næsta ári og segist þýski miðvörðurinn ekki vita hvort hann færi sig um set eftir tímabilið. (Sky Sports)

Juventus undirbýr tilboð í Marcelo, 31 árs bakvörð Real Madrid. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner