Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 28. mars 2021 17:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Ég lék þetta nú svolítið ef ég á að vera hreinskilinn við þig"
Icelandair
„Gríðarlegt svekkelsi, við vorum flottir í þessum leik, hefðum viljað ná í allavega punkt. Liðið stóð sig vel og það er klaufalegt í raun að vera ekki nær því að ná í punkt," sagði Ísak Óli Ólafsson eftir leik gegn Danmörku í dag. Ísland tapaði 0-2 í öðrum leik sínum á Evrópumótinu.

Hvernig var fyrir Ísak að ganga inn á völlinn í blárri treyju í fyrsta sinn á stórmóti?

„Stórt augnablik í mínu lífi, eitthvað sem við vorum búnir að stefna að sem lið fyrri sirka tveimur árum. Þetta er tjékk í box, hrikalega gaman fyrir mig og mína fjölskyldu."

Hvernig var að spila þennan leik, var Ísak ánægður með þína frammistöðu?

„Heilt yfir var ég það. Ég hefði viljað gera betur í öðru markinu, það kemur skrítið skopp og boltinn beint á Danina, shit happens en heilt yfir fínn leikur og mér fannst ég koma vel inn í þetta."

Hvað gerist þegar þú fiskar vítaspyrnuna?

„Ég sé að boltinn er svolítið lengri en hann á að vera, skoppar yfir hafsentinn og ég ræðst á boltann á undan markmanninum. Ég hefði viljað setja hann inn."

Var þetta vont?

„Já já, en ég lék þetta nú svolítið ef ég á að vera hreinskilinn við þig. Hann kýldi mig í eyrað, ef ég hefði ekki fengið vítið þá hefði ég kannski ekki legið svona lengi."

Ísak kom inn í liðið eftir að hafa verið á bekknum í fyrsta leik. Hvernig var fyrir hann að vera á bekknum í þeim leik?

„Það var auðvitað bara leiðinlegt. Þjálfarinn velur liðið og ég virði það. Þetta er 23ja manna stór og sterkur hópur. Maður getur ekki alltaf verið í liðinu," sagði Ísak Óli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir