29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 28. mars 2021 17:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Ég lék þetta nú svolítið ef ég á að vera hreinskilinn við þig"
Icelandair
„Gríðarlegt svekkelsi, við vorum flottir í þessum leik, hefðum viljað ná í allavega punkt. Liðið stóð sig vel og það er klaufalegt í raun að vera ekki nær því að ná í punkt," sagði Ísak Óli Ólafsson eftir leik gegn Danmörku í dag. Ísland tapaði 0-2 í öðrum leik sínum á Evrópumótinu.

Hvernig var fyrir Ísak að ganga inn á völlinn í blárri treyju í fyrsta sinn á stórmóti?

„Stórt augnablik í mínu lífi, eitthvað sem við vorum búnir að stefna að sem lið fyrri sirka tveimur árum. Þetta er tjékk í box, hrikalega gaman fyrir mig og mína fjölskyldu."

Hvernig var að spila þennan leik, var Ísak ánægður með þína frammistöðu?

„Heilt yfir var ég það. Ég hefði viljað gera betur í öðru markinu, það kemur skrítið skopp og boltinn beint á Danina, shit happens en heilt yfir fínn leikur og mér fannst ég koma vel inn í þetta."

Hvað gerist þegar þú fiskar vítaspyrnuna?

„Ég sé að boltinn er svolítið lengri en hann á að vera, skoppar yfir hafsentinn og ég ræðst á boltann á undan markmanninum. Ég hefði viljað setja hann inn."

Var þetta vont?

„Já já, en ég lék þetta nú svolítið ef ég á að vera hreinskilinn við þig. Hann kýldi mig í eyrað, ef ég hefði ekki fengið vítið þá hefði ég kannski ekki legið svona lengi."

Ísak kom inn í liðið eftir að hafa verið á bekknum í fyrsta leik. Hvernig var fyrir hann að vera á bekknum í þeim leik?

„Það var auðvitað bara leiðinlegt. Þjálfarinn velur liðið og ég virði það. Þetta er 23ja manna stór og sterkur hópur. Maður getur ekki alltaf verið í liðinu," sagði Ísak Óli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner