sun 28. mars 2021 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðni segir orð Guðjóns stangast á við sannleikann
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það er ágreiningur eða núningur á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðu Eiðs Smára. Þetta er það sem maður heyrir. Forystan verður að stíga fram og segja að það sé bara alls ekki," sagði Guðjón í hlaðvarpinu The Mike Show í kvöld.

Þar talaði hann um að það einhver ágreiningur á milli Gylfa Þórs Sigurðssonar, besta leikmann Íslands, og Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara landsliðsins.

Guðni sagði í skriflegu svari til Vísis að það væri ekkert til í þessum sögum.

Heimildarmenn Vísis fullyrða jafnframt að ekkert sé til í þessu og eina ástæðan fyrir fjarveru Gylfa sé sú að hann og eiginkona hans eigi von á barni á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner