Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. mars 2021 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Napoli úr fallsæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Napoli 3 - 3 Empoli
0-1 C. Prugna ('7)
0-2 B. Glionna ('12)
1-2 F. Cafferata ('30)
2-2 S. Huchet ('36, víti)
3-2 S. Huchet ('69)
3-3 N. Cinotti ('84)

Guðný Árnadóttir er fastamaður í byrjunarliði Napoli sem náði í mikilvægt stig í fallbaráttu ítölsku deildarinnar í dag.

Napoli tók á móti Empoli og lenti tveimur mörkum undir snemma leiks en baráttuandinn var þó enn til staðar.

Heimakonur í Napolí skiptu um gír og náðu að jafna leikinn fyrir leikhlé. Staðan var því 2-2 þegar flautað var til leikhlés.

Í síðari hálfleik skoraði franski miðjumaðurinn Sarah Huchet sitt annað mark í leiknum og var Napoli búið að taka forystuna eftir að hafa lent tveimur mörkum undir snemma leiks.

Sú forysta var þó ekki neitt sérlega langlíf því Norma Cinotti jafnaði á lokakaflanum og lokatölur 3-3. Lára Kristín Pedersen kom inn á undir lokin hjá Napoli.

Stigið er gríðarlega mikilvægt fyrir Napoli sem fer úr fallsæti í fyrsta sinn síðan Guðný gekk í raðir félagsins.

Napoli er með 9 stig eftir 17 umferðir, jafnt San Marínó á stigum en með betri markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner