Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. mars 2021 16:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Svekktur með fyrra markið - „Verður síðasti leikur sem margir af okkur spilum saman"
Icelandair
Úr leiknum
Úr leiknum
Mynd: Getty Images
Liðsmynd fyrir leik
Liðsmynd fyrir leik
Mynd: Getty Images
Rangstaða dómari!!!???
Rangstaða dómari!!!???
Mynd: Skjáskot
Kolbeinn Birgir Finnsson lék í vinstri bakverðinum hjá íslenska U21 árs landsliðinu gegn Dönum í dag. Leikurinn endaði með 0-2 tapi Íslands og eru vonir liðsins um að komast upp úr riðlinum litlar. Frakkar þurfa að vinna Rússa í dag svo einhver von haldist.

Kolbeinn er á mála hjá Dortmund og var hann fulltrúi leikmanna á Teams-blaðamannafundi eftir leik. Hér má sjá svör Kolbeins.

Hvernig var upplifun þín af þessum leik?

„ Við erum fyrst og fremst svekktir að hafa ekkert fengið úr þessu, svekktir með byrjunina að hafa fengið á okkur ódýr mörk í byrjun. Upplifunin er sú að við rifum okkur í gang í seinni hálfleik og sýndum góða parta og úr hverju við erum gerðir,“ sagði Kolbeinn Birgir.

Hvernig upplifir þú fyrra markið sem Danir skora?

„Ég á eftir að sjá markið aftur. Þetta var erfið staða, ég fór kannski of hratt í manninn, á eftir að skoða þetta aftur.“

Hvert var uppleggið í hálfleik og hvað sagði Davíð við ykkur í hálfleik?

„Það voru ákveðnar en litlar taktískar breytingar sem við lögðum upp með. Mér fannst það virka á köflum mjög vel. Við ætluðum að stíga aðeins upp, fara ofar á þá því við fundum að þegar við pressuðum þá settum við þá í vesen og mér fannst það ganga.“

Hefðum við átt að fara fyrr upp á völlinn?

„Mér fannst mikilvægt að halda þéttleika og þannig nei, í rauninni ekki. Þegar við gerðum það þá gerðum við það vel. Við ætluðum okkur að vera þéttir til baka.“

Varstu ósáttur að byrja ekki fyrsta leik?

„Nei, ég kom inn frá fyrstu mínútu í dag, glaður og stoltur að fá að spila.“

Hvernig meturu þína frammistöðu í leiknum?

„Fín frammistaða, hefði viljað gera betur í markinu en það er bara on to the next one.“

Hvernig líst þér á lokaleikinn?

„Við ætlum að fara í þann leik til að vinna og spila upp á stoltið. Þetta verður síðasti leikur sem margir af okkur spilum saman. Við ætlum að njóta þess og gefa allt í þetta.“

Hvernig hefur verið á mótinu, hvernig hefur andinn verið?

„Andinn hefur verið mjög góður, alltaf verið mjög góður í þessu liði. Við höfum verið mjög þéttir og mér finnst við alltaf hafa stutt við bakið á hvorum öðrum. Við ætlum að klára þetta mót þannig, allir saman.“

Ertu vanur að spila í vinstri bakverði hjá Dortmund II?

„Ég hef spilað fullt í vinstri bakverði þar, líka í vængbakverði og það er aðeins öðruvísi. Jú jú, ég hef spilað í vinstri bakverði og get alveg leyst það vel,“ sagði Kolbeinn.
Athugasemdir
banner