Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 28. mars 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
Búist við að Kante verði klár í leikina gegn Real Madrid
Mynd: EPA
Útlit er fyrir að franski miðjumaðurinn N'Golo Kante geti verið með Chelsea í einvíginu gegn Evrópumeisturum Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistradeildarinnar.

Kante hefur verið frá síðan í ágúst vegna vöðvameiðsla en spilaði á dögunum með U21 liði Chelsea gegn Charlton.

Chelsea á þrjá leiki áður en kemur að fyrri leiknum gegn Real Madrid; gegn Aston Villa, Liverpool og Úlfunum. 12. apríl mætast Real Madrid og Chelsea á Santiago Bernabeu.

Miðsvæðið hefur verið vandamál Chelsea á köflum á þessu tímabili og það verður verkefni að mæta öflugri miðju Madrídarliðsins sem er með Toni Kroos og Luka Modric innanborðs.
Athugasemdir
banner