Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 28. mars 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Álafoss tapaði gegn Reykjanesbæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Álafoss 3 - 5 RB
0-1 Paulo Ippolito ('41 )
1-1 Alexander Aron Davorsson ('47 )
1-2 Juan Ignacio Falcon ('55 )
1-3 Juan Ignacio Falcon ('58 )
2-3 Sigurður Brouwer Flemmingsson ('63 )
3-3 Sigurður Brouwer Flemmingsson ('67 )
3-4 Szymon Maszota ('90 )
3-5 Juan Ignacio Falcon ('93 )


Álafoss mætti Reykjanesbæ í riðli 6 í C-deild Lengjubikarsins í gærkvöldi og úr varð mikil markaveisla.

Paulo Ippolito tók forystuna fyrir Reykjanesbæ undir lok fyrri hálfleiks og jafnaði Alexander Aron Davorsson fyrir Álafoss strax eftir leikhlé.

Juan Ignacio Falcon tók þá forystuna fyrir RB með tvennu en Sigurður Brouwer Flemmingsson svaraði með sinni eigin tvennu, og staðan því 3-3 þegar um 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Staðan hélst jöfn allt þar til á lokamínútunum, þegar Szymon Maszota og Juan Falcon innsigluðu dramatískan sigur gestanna. Juan fullkomnaði um leið þrennuna sína.

Liðin mættust í lokaleik riðilsins. RB lýkur keppni með 6 stig eftir 4 umferðir á meðan Álafoss endar án stiga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner