Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. apríl 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörtur fékk viðurkenningu fyrir 150 leiki
Á landsliðsæfingu í mars
Á landsliðsæfingu í mars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson lék um helgina sinn 150. leik fyrir danska félagið Bröndby.

Hjörtur er 26 ára og uppalinn hjá Fylki en fór til PSV árið 2012. Frá PSV fór Hjörtur til Bröndby árið 2016 eftir að hafa verið hálfa leiktíð á láni hjá Gautaborg.

Hjörtur lék allan leikinn í 2-0 sigri á Randers. Hjörtur verður samningslaus eftir tímabilið og spennandi að sjá hvert hans næsta skref á ferlinum verður.

,Stoltur að ná 150 leikjum fyrir félagið. Enn betra að ná í þrjú stig með stuðningsmennina viðstadda," skrifar Hjörtur við færslu sína á Instagram.

Bröndby er sem stendur í 2. sæti deildarinnar í Danmörku.


Athugasemdir
banner
banner
banner