Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 10:46
Elvar Geir Magnússon
Alexander heldur þrennunni - Næstyngstur í sögunni
Alexander heldur þrennunni (Staðfest).
Alexander heldur þrennunni (Staðfest).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Rafn Pálmason skoraði þrennu fyrir KR gegn 4. deildarliði KÁ í Mjólkurbikarnum fyrr í þessum mánuði. Það var vafi á því hvort annað markið hafi verið hans mark þar sem varnarmaður KÁ setti boltann í netið.

Nú hefur hinsvegar verið staðfest að Alexander heldur þrennunni en sérstök markanefnd á vegum KSÍ skoðaði markið gaumgæfilega, meðal annars úr upptöku á Spiideo vél.

Reglan er sú að ef tilraun leikmanns er á leiðinni á rammann áður en varnarmaður sparkar í boltann þá skráist markið ekki sem sjálfsmark.

„Ég var að reyna að senda boltann, en hann var á leiðinni inn. Þannig að þetta var markið mitt," sagði Alexander í viðtali við Fótbolta.net á föstudag.

Alexander Rafn er nýorðinn 15 ára gamall en hann var að byrja sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KR. Jóhann Páll Ástvaldsson á RÚV tók það saman að Alexander væri líklega næstyngstur í sögunni til að skora þrennu í meistaraflokksleik á heimsvísu.

Grikkinn Ntinos Pontikas var 179 dögum yngri en Alexander þegar hann skoraði þrennu árið 1996.


Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Athugasemdir
banner