Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 22:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikar kvenna: Sögulegur sigur í Reykjanesbæ
Kvenaboltinn
Ása Björg Einarsdóttir
Ása Björg Einarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu leikirnir í 2. umferð Mjólkurbikars kvenna fóru fram í kvöld.

Það var grannaslagur þegar Keflavík mætti sameiginlegu liði Grindavíkur og Njarðvíkur.

Keflavík náði tveggja marka forystu snemma leiks. Tinna Hrönn Einarsdóttir minnkaði muninn og Ása Björg Einarsdóttir fullkomnaði endurkomuna með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks.

Þetta var fyrsti sigur kvennaliðs Njarðvíkur gegn Keflavík í bikarkeppninni.

Fylkir fór illa með Fjölni en Birta Margrét Gestsdóttir skoraði tvennu í 5-0 sigri.

Keflavík 2-3 Grindavík/Njarðvík
1-0 Anita Lind Daníelsdóttir ('3 )
2-0 Ariela Lewis ('8 , Mark úr víti)
2-1 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('17 )
2-2 Ása Björg Einarsdóttir ('28 )
2-3 Ása Björg Einarsdóttir ('40 )
Rautt spjald: María Rán Ágústsdóttir , Keflavík ('90)

Fjölnir 0 - 5 Fylkir
0-1 Birta Margrét Gestsdóttir ('17 )
0-2 Birta Margrét Gestsdóttir ('29 )
0-3 Marija Radojicic ('35 )
0-4 Eva Stefánsdóttir ('81 )
0-5 Tinna Harðardóttir ('90 )
Athugasemdir