Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Valur lagði Breiðablik - Jafnt hjá Þór og Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úrslit voru að berast úr fjórum æfingaleikjum þar sem tvö bestu lið kvennaboltans áttust við í hörkuleik í Kópavogi. Breiðablik tók þar á móti Val.

Hlín Eiríksdóttir kom Íslandsmeisturum Vals yfir og tvöfaldaði Hallbera Guný Gísladóttir forystuna með marki beint úr hornspyrnu.

Þórhildur Þórhallsdóttir minnkaði muninn fyrir Blika en þar við sat og höfðu Valskonur betur.

KR tapaði þá gegn Haukum á heimavelli eftir að hafa komist yfir snemma leiks með marki Ölmu Mathiesen.

Elín Björg Símonardóttir og Heiða Rakel Guðmundsdóttir sneru leiknum við í fyrri hálfleik og var ekkert skorað eftir leikhlé.

Breiðablik 1 - 2 Valur
0-1 Hlín Eiríksdóttir
0-2 Hallbera Guðný Gísladóttir
1-2 Þórhildur Þórhallsdóttir

KR 1 - 2 Haukar
1-0 Alma Mathiesen
1-1 Elín Björg Símonardóttir
1-2 Heiða Rakel Guðmundsdóttir

Í karlaflokki átti Þór leik við Fylki og komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik þökk sé mörkum frá Jakobi Snæ Árnasyni og Ólafi Aroni Péturssyni.

Natan Hjaltalín minnkaði muninn fyrir Árbæinga í síðari hálfleik og jafnaði Arnór Gauti Ragnarsson leikinn fimm mínútum síðar. Lokatölur 2-2.

Reynir Sandgerði gerði þá jafntefli við Víði. Reynismenn voru með forystuna þar til undir lokin þegar gestirnir náðu að jafna. Víðismenn misstu mann af velli í uppbótartíma.

Þór 2 - 2 Fylkir
1-0 Jakob Snær Árnason ('19)
2-0 Ólafur Aron Pétursson ('23)
2-1 Natan Hjaltalín ('56)
2-2 Arnór Gauti Ragnarsson ('61)

Reynir S. 1 - 1 Víðir
1-0 Ási Þórhallson ('38)
1-1 Hólmar Örn Rúnarsson ('89)
Rautt spjald: Birkir Blær Laufdal Kristinsson (Víðir) ('91)

Ertu með úrslit og markaskorara úr æfingaleikjum? Sendu á [email protected]
Athugasemdir
banner
banner