Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Kulusevski stefnir á að komast í hóp bestu leikmanna heims
Treyjunúmerið 44 útaf Januzaj
Kulusevski er kominn með fimm mörk og sjö stoðsendingar í 23 deildarleikjum með Parma á tímabilinu.
Kulusevski er kominn með fimm mörk og sjö stoðsendingar í 23 deildarleikjum með Parma á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Dejan Kulusevski, sem á makedónska foreldra, mun ganga í raðir Ítalíumeistara Juventus í sumar. Juve borgaði 35 milljónir evra fyrir ungstirnið auk 9 milljóna í árangurstengdar aukagreiðslur.

Kulusevski er aðeins tvítugur en hefur ansi háleit markmið. Hann vill komast í hóp bestu knattspyrnumanna heims.

„Ég hef aldrei lagt jafn hart að mér eða æft jafn mikið og eftir að félagaskiptin til Juventus fóru í gegn. Mér líður eins og þetta sé minn tími til að stækka. Ég hef tekið eftir miklum breytingum undanfarna mánuði og er markmið mitt að komast í hóp bestu knattspyrnumanna heims," sagði Kulusevski í viðtali við Sky Italia.

„Ég bjóst aldrei við að ganga í raðir Juventus en núna er ég ótrúlega spenntur. Ég hlakka til að starfa með Sarri og er hann ein af helstu ástæðunum fyrir því að ég vil ganga til liðs félagið. Ég hef horft á alla leikina sem hann stýrði við stjórnvölinn hjá Chelsea."

Kulusevski fær treyjunúmerið 44 hjá Juve og kemur það frá engum öðrum en Adnan Januzaj, fyrrum kantmanni Manchester United.

„Ég fór á Manchester leik með föður mínum þegar 17 ára piltur kom inn af bekknum og fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu. Þessi piltur kom inn af krafti og sýndi mikinn persónuleika. Hann hét Januzaj og var númer 44. Ég sagði við föður minn að einn daginn vildi ég verða eins og hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner