Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. maí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Valverde: Myndi fórna eiginkonunni fyrir titilinn
Mynd: Getty Images

Federico Valverde er gríðarlega spenntur fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.


Real Madrid mætir Liverpool þar í annað sinn á fjórum árum en Real hafði betur er liðin mættust 2018. Valverde var ekki partur af leikmannahópi Real það tímabil, hann var á láni hjá Deportivo La Coruna.

Þessi úrúgvæski miðjumaður, fæddur 1998, hefur spilað 147 leiki á fjórum tímabilum með aðalliði Real. Hann segist vera reiðubúinn til að fórna miklu fyrir Meistaradeildartitilinn, jafnvel eiginkonunni.

„Þetta er einstakur titill fyrir hvaða fótboltamann sem er. Ég er reiðubúinn til að fórna miklu fyrir þennan titil... í raun öllu nema syni mínum, en jafnvel eiginkonunni," sagði Valverde í viðtali og hló.

Real mætir Liverpool á Stade de France í París klukkan 19:00 í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner