Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   sun 28. maí 2023 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: ÍBV í 8-liða úrslit eftir sigur í vítakeppni
ÍBV verður í pottinum á þriðjudag
ÍBV verður í pottinum á þriðjudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 1 Grindavík (5-3 eftir vítakeppni)
1-0 Þóra Björg Stefánsdóttir ('10 )
1-1 Ása Björg Einarsdóttir ('71 )

ÍBV er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir að hafa unnið Grindavík í vítakeppni á Hásteinsvelli í dag.

Þóra Björg Stefánsdóttir kom Eyjakonum á bragðið á 10. mínútu leiksins en Grindavík jafnaði metin þegar tuttugu mínútur voru eftir er Ása Björg Einarsdóttir kom boltanum í netið.

Liðunum tókst ekki að skora í framlengingunni og þurfti því vítakeppni til að knýja fram sigurvegara.

Þar höfðu Eyjakonur betur, 5-3, og verður liðið því í pottinum á þriðjudag er dregið verður í 8-liða úrslit bikarsins.


Athugasemdir
banner