Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 28. júní 2020 19:36
Anton Freyr Jónsson
Helgi Sig: Þetta var gríðarlega erfiður leikur
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og ÍBV mættust í dag á Fagverksvellinum í dag og endaði leikurinn með 1-2 sigri Eyjamanna


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 ÍBV

„Mér er bara létt, þetta var bara gríðarlega erfiður leikur og spiluðum á móti mjög góðu liði Aftureldingar hérna í dag og þeir gáfu lítil færi á sér og voru aggressívir eins og við vissum að þeir myndu vera hérna á sínum eigin heimavelli

Helgi Sigurðsson var ánægður með karakter liðsins í dag.

„Þetta var ekkert ýkja fallegt hjá okkur á köflum en karakterinn var sterkur og 3 stig í húsi og ég er gríðarlega sáttur með það."

Umdeilt atvik var strax á 4.mínútu leiksins er Andri Freyr átti að fá víti eftir að Halldór Páll krækir í hann þegar hann leikur á hann og var Helgi spurður út í atvikið.

„Þeir rekast saman og Andri er á fullri ferð en fyrir mér rekast þeir bara saman og hlupu á hvorn annan og ég veit ekki hvort þetta átti að vera brot á sóknarmanninn eða markmanninn en dómarinn dæmir þetta svona og við verðum bara að treysta honum."

ÍBV fær Víking Ólafsvík í heimsókn í næstu umferð og segir Helgi að liðið verði að gera mikið betur í þeim leik en þeir gerðu í dag.

„Við erum vel gíraðir í það við þurfum að koma okkur niður á jörðina eftir þennan sigur, við þurfum að gera miklu betur í þeim leik en við vorum að gera í dag, þetta var mjög kaflaskipt hjá okkur í dag."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner