Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. júní 2020 17:25
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Milan tók Roma í kennslustund
Zlatan Ibrahimovic hefur haft afar jákvæð áhrif á leikmannahóp AC Milan. Hér er hann ásamt Ante Rebic sem er búinn að skora sjö mörk í átta síðustu deildarleikjum.
Zlatan Ibrahimovic hefur haft afar jákvæð áhrif á leikmannahóp AC Milan. Hér er hann ásamt Ante Rebic sem er búinn að skora sjö mörk í átta síðustu deildarleikjum.
Mynd: Getty Images
AC Milan 2 - 0 AS Roma
1-0 Ante Rebic ('76)
2-0 Hakan Calhanoglu ('89, víti)

AC Milan og AS Roma áttust við í áhugaverðum Evrópuslag. Milan hefur verið á góðu skriði undir stjórn Stefano Pioli en fyrri hálfleikurinn á San Siro var afar jafn og staðan markalaus í hálfleik.

Leikmenn Milan komu grimmir úr klefanum og fengu nokkur góð færi áður en Ante Rebic skoraði á 76. mínútu.

Rómverjar áttu engin svör og náðu ekki skoti að marki í seinni hálfleik.

Hakan Calhanoglu innsiglaði sigur Milan með marki úr vítaspyrnu á 89. mínútu eftir klaufalegt brot Chris Smalling innan vítateigs.

Roma er í fimmta sæti deildarinnar sem gefur þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Milan er sex stigum á eftir þegar tíu umferðir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner