Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 13:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Poznan
Skrítin tímasetning á eina leiknum fyrir mót
Icelandair
Frá æfingu landsliðsins á dögunum.
Frá æfingu landsliðsins á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Poznan í Póllandi þar sem liðið mun spila sinn fyrsta og eina leik í undirbúningnum fyrir EM sem er á næsta leyti.

Íslenska liðið ætlaði sér að fá leik heimavell fyrir mótið, en það gekk ekki upp. Á endanum varð lausnin sú að liðið mun spila við Pólland á morgun.

Það er frekar skrítin tímasetning á leiknum því hann mun hefjast 15:30 að staðartíma í Poznan í Póllandi og klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Það munu því ekki allir - sem hefðu viljað - ná að fylgjast með þessum eina undirbúningsleik fyrir stóru stundina í Englandi þann 10. júlí þegar við mætum Belgíu í fyrsta leik á EM.

Viðtöl á síðunni í kvöld
Fótbolti.net er í Poznan og verða í kvöld birt viðtöl hér á síðunni. Við munum þar reyna að komast að því af hverju ekki tókst að fá fleiri leiki og af hverju leikurinn á morgun er á svona skrítnum tíma.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner