Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham reyndi að stela Malacia - Með sama umboðsmann og De Jong
Malacia spilaði 50 leiki á síðustu leiktíð og vann sér inn sæti í hollenska landsliðinu.
Malacia spilaði 50 leiki á síðustu leiktíð og vann sér inn sæti í hollenska landsliðinu.
Mynd: EPA

Tyrell Malacia hélt í gær að hann væri á leið til Lyon í Frakklandi en nú virðist hann vera að skipta yfir til Manchester United í staðinn.


Lyon hafði komist að munnlegu samkomulagi við Feyenoord varðandi kaup á vinstri bakverðinum en umboðsmaður Malacia ákvað að hræra aðeins í súpunni og láta Rauðu djöflana vita.

Man Utd kom í kjölfarið með hærra tilboð heldur en Lyon og virðist hafa tekist að stela leikmanninum undan nefi Frakkanna.

Djöflarnir voru ekki þeir einu sem reyndu að stela Malacia því West Ham reyndi einnig að yfirbjóða Lyon en varnarmaðurinn sjálfur er talinn vilja fara til Man Utd frekar.

Til gamans má geta að Tyrell Malacia er með sama umboðsmann og Frenkie de Jong.


Athugasemdir
banner
banner