Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 28. júlí 2021 22:29
Haraldur Örn Haraldsson
Bjössi Hreiðars: Erfitt að spila 10 á móti 14
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur var mjög svekktur eftir tap liðs síns gegn Fjölni í Grafarvoginumí kvöld.

Meðal annars var hann ósáttur við dómara leiksins Helga Mikael en annars var hann stoltur af frammistöðu síns liðs en þeir voru manni færri í 70 mínútur.

Þetta hafði hann að segja um leikinn.

„Ég er mjög stoltur af strákunum. Þetta er erfitt, við erum í smá brekku úrslitalega og það er vont að fara svo og spila 10 á móti 14 hérna í 70 mínútur."

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Grindavík

Nánar um dómgæsluna í leiknum og atvik sem átti sér stað á 9. mínútu þar sem hann vildi fá rautt á Fjölni

„Hann (dómarinn) segir að leikmaðurinn geti ekki fært sig. Ég meina bara sniðugur gæji hann bara sér að Siggi sér ekki völlinn og hann pikkar honum inn fyrir, stígur svo bara fyrir hlaupaleiðina á honum og fær hann bara á sig og það er bara sniðugt hjá varnarmanninum en dómarinn náttúrulega fellur í gryfjuna og dæmir ekkert en hann hefði getað gert eitthvað þar."

Svo bara verð ég að viðurkenna að þegar Jobbi (Jósef Kristinn Jósefsson) er bara kominn inn fyrir og hann bara rúllar honum í markið. Hann á bara eftir að setja hann í markið þegar hann er negldur niður og auðvitað fáum við víti en ég hefði haldið að hann átti að fjúka útaf fyrir þetta. En þetta var nú bara svona 80% Fjölni í vil í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Sigurbjörn nánar um frammistöðu sinna manna, möguleika Grindavíkur að fara upp og hvort Bjarni Ólafur Eiríksson sé að koma til liðsins.
Athugasemdir
banner
banner