Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 28. júlí 2021 22:29
Haraldur Örn Haraldsson
Bjössi Hreiðars: Erfitt að spila 10 á móti 14
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur var mjög svekktur eftir tap liðs síns gegn Fjölni í Grafarvoginumí kvöld.

Meðal annars var hann ósáttur við dómara leiksins Helga Mikael en annars var hann stoltur af frammistöðu síns liðs en þeir voru manni færri í 70 mínútur.

Þetta hafði hann að segja um leikinn.

„Ég er mjög stoltur af strákunum. Þetta er erfitt, við erum í smá brekku úrslitalega og það er vont að fara svo og spila 10 á móti 14 hérna í 70 mínútur."

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Grindavík

Nánar um dómgæsluna í leiknum og atvik sem átti sér stað á 9. mínútu þar sem hann vildi fá rautt á Fjölni

„Hann (dómarinn) segir að leikmaðurinn geti ekki fært sig. Ég meina bara sniðugur gæji hann bara sér að Siggi sér ekki völlinn og hann pikkar honum inn fyrir, stígur svo bara fyrir hlaupaleiðina á honum og fær hann bara á sig og það er bara sniðugt hjá varnarmanninum en dómarinn náttúrulega fellur í gryfjuna og dæmir ekkert en hann hefði getað gert eitthvað þar."

Svo bara verð ég að viðurkenna að þegar Jobbi (Jósef Kristinn Jósefsson) er bara kominn inn fyrir og hann bara rúllar honum í markið. Hann á bara eftir að setja hann í markið þegar hann er negldur niður og auðvitað fáum við víti en ég hefði haldið að hann átti að fjúka útaf fyrir þetta. En þetta var nú bara svona 80% Fjölni í vil í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Sigurbjörn nánar um frammistöðu sinna manna, möguleika Grindavíkur að fara upp og hvort Bjarni Ólafur Eiríksson sé að koma til liðsins.
Athugasemdir
banner