Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 28. júlí 2021 22:29
Haraldur Örn Haraldsson
Bjössi Hreiðars: Erfitt að spila 10 á móti 14
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur var mjög svekktur eftir tap liðs síns gegn Fjölni í Grafarvoginumí kvöld.

Meðal annars var hann ósáttur við dómara leiksins Helga Mikael en annars var hann stoltur af frammistöðu síns liðs en þeir voru manni færri í 70 mínútur.

Þetta hafði hann að segja um leikinn.

„Ég er mjög stoltur af strákunum. Þetta er erfitt, við erum í smá brekku úrslitalega og það er vont að fara svo og spila 10 á móti 14 hérna í 70 mínútur."

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Grindavík

Nánar um dómgæsluna í leiknum og atvik sem átti sér stað á 9. mínútu þar sem hann vildi fá rautt á Fjölni

„Hann (dómarinn) segir að leikmaðurinn geti ekki fært sig. Ég meina bara sniðugur gæji hann bara sér að Siggi sér ekki völlinn og hann pikkar honum inn fyrir, stígur svo bara fyrir hlaupaleiðina á honum og fær hann bara á sig og það er bara sniðugt hjá varnarmanninum en dómarinn náttúrulega fellur í gryfjuna og dæmir ekkert en hann hefði getað gert eitthvað þar."

Svo bara verð ég að viðurkenna að þegar Jobbi (Jósef Kristinn Jósefsson) er bara kominn inn fyrir og hann bara rúllar honum í markið. Hann á bara eftir að setja hann í markið þegar hann er negldur niður og auðvitað fáum við víti en ég hefði haldið að hann átti að fjúka útaf fyrir þetta. En þetta var nú bara svona 80% Fjölni í vil í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Sigurbjörn nánar um frammistöðu sinna manna, möguleika Grindavíkur að fara upp og hvort Bjarni Ólafur Eiríksson sé að koma til liðsins.
Athugasemdir
banner
banner