Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   mið 28. júlí 2021 22:29
Haraldur Örn Haraldsson
Bjössi Hreiðars: Erfitt að spila 10 á móti 14
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur var mjög svekktur eftir tap liðs síns gegn Fjölni í Grafarvoginumí kvöld.

Meðal annars var hann ósáttur við dómara leiksins Helga Mikael en annars var hann stoltur af frammistöðu síns liðs en þeir voru manni færri í 70 mínútur.

Þetta hafði hann að segja um leikinn.

„Ég er mjög stoltur af strákunum. Þetta er erfitt, við erum í smá brekku úrslitalega og það er vont að fara svo og spila 10 á móti 14 hérna í 70 mínútur."

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Grindavík

Nánar um dómgæsluna í leiknum og atvik sem átti sér stað á 9. mínútu þar sem hann vildi fá rautt á Fjölni

„Hann (dómarinn) segir að leikmaðurinn geti ekki fært sig. Ég meina bara sniðugur gæji hann bara sér að Siggi sér ekki völlinn og hann pikkar honum inn fyrir, stígur svo bara fyrir hlaupaleiðina á honum og fær hann bara á sig og það er bara sniðugt hjá varnarmanninum en dómarinn náttúrulega fellur í gryfjuna og dæmir ekkert en hann hefði getað gert eitthvað þar."

Svo bara verð ég að viðurkenna að þegar Jobbi (Jósef Kristinn Jósefsson) er bara kominn inn fyrir og hann bara rúllar honum í markið. Hann á bara eftir að setja hann í markið þegar hann er negldur niður og auðvitað fáum við víti en ég hefði haldið að hann átti að fjúka útaf fyrir þetta. En þetta var nú bara svona 80% Fjölni í vil í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Sigurbjörn nánar um frammistöðu sinna manna, möguleika Grindavíkur að fara upp og hvort Bjarni Ólafur Eiríksson sé að koma til liðsins.
Athugasemdir
banner
banner