Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. júlí 2021 08:30
Elvar Geir Magnússon
Grealish ákveður framtíð sína - Traore enn orðaður við Liverpool
Powerade
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: EPA
Lautaro Martínez.
Lautaro Martínez.
Mynd: Getty Images
Joe Willock.
Joe Willock.
Mynd: EPA
Ilaix Moriba.
Ilaix Moriba.
Mynd: Getty Images
Kounde, Zouma, Haaland, Grealish, Traore, Martínez, Pogba og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Evrópumeistarar Chelsea eru búnir að hefja viðræður við Sevilla um kaup á franska varnarmanninum Jules Kounde (22) sem er með 68,4 milljóna punda riftunarákvæði. (Guardian)

Chelsea gæti sett Kurt Zouma (26) sem hluta af kauptilboðinu í Kounde. (Goal)

Erling Haaland (21), sóknarmaður Borussia Dortmund, segist vonast til þess að orðrómur um 150 milljóna punda tilboð frá Chelsea sé bara sögusagnir. Hann segir það of háan verðmiða fyrir einn einstakling og að hann sé ánægður hjá Dortmund. (Sky Sport Germany)

Chelsea mun hlusta á tilboð yfir 40 milljónir punda í enska sóknarmanninn Tammy Abraham (23). (Sky Sports)

Jack Grealish (25), fyrirliði Aston Villa, mun ákveða sína framtíð í næstu viku. Enski landsliðsmaðurinn er í fríi eftir að hafa spilað á EM alls staðar. (Mirror)

Manchester City ætlar að gera 75 milljóna punda fyrsta tilboð í miðjumanninn Grealish sem er metinn á 100 milljónir punda af Aston Villa. (Mail)

Liverpool skoðar möguleika á að kaupa spænska vængmanninn Adama Traore (25) frá Wolves á afsláttarverði, um 30 milljónir punda. (Star)

Arsenal hefur sett sig í samband við Inter vegna áhuga á Lautaro Martínez (23), argentínska sóknarmanninum. (Telegraph)

Paul Pogba (28) er ekki að drífa sig að ákveða sína framtíð. Franski heimsmeistarinn á eitt ár eftir af samningi sínum. (90min)

Það mun ráðast á framtíð Pogba og Jesse Lingard (28) hvort Manchester United muni bæta fleiri leikmönnum við sig. (Telegraph)

Fílabeinsstrendingurinn Eric Bailly (27) vill fá stöðu sína hjá Manchester United á hreint eftir að Rauðu djöflarnir náðu samkomulagi við Real Madrid um Raphael Varane. (ESPN)

West Ham bíður eftir því að sjá hvort enski varnarmaðurinn Phil Jones (29) hjá Manchester United vilji koma til félagsins á frjálsri sölu. (Eurosport)

Tottenham er áfram í viðræðum um kaup á argentínska miðverðinum Cristian Romero (23) en vill ekki ganga að 47 milljóna punda verðmiða Atalanta. (Guardian)

Tottenham gæti fengið samkeppni um Romero en Barcelona undirbýr tilboð í leikmanninn sem hjálpaði Argentínu að vinna Copa America í sumar. (SportItalia)

Ítalski miðjumaðurinn Lorenzo Pellegrini (25), sem hefur verið orðaður við Tottenham, vill ekki yfirgefa Roma og er í viðræðum um nýjan samning við ítalska A-deildarfélagið. (Football Italia)

Barcelona færist nær því að framlengja samning við miðjumanninn Ilaix Moriba (18) en núgildandi samningur rennur út næsta sumar. (Goal)

Manchester City hefur gert samning um að lána japanska framherjann Ryotaro Meshino (23) til portúgalska úrvalsdeildarliðsins Estoril Praia. (Manchester Evening News)

Tyrkneska úrvalsdeildarliðið Trabzonspor vill fá belgíska landsliðsmanninn Michy Batshuay (27) lánaðan frá Chelsea. (Milliyet)

Portúgölsk yfirvöld eru að skoða 35 milljóna punda sölu Porto á Fabio Silva til Wolves. Skipting upphæðarinnar hefur vakið grunsemdir. (Correio da Manha)

Newcastle United telur að líkurnar á því að Joe Willock (21) komi aftur á láni frá Arsenal hafi aukist. (Mail)

Franska liðið Mónakó hefur áhuga á Willock og getur boðið honum Meistaradeildarfótbolta. (Foot Mercato)

Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, ýjar að því að bosníski miðjumaðurinn Miralem Pjanic gæti komið aftur til félagsins. Pjanic hefur ekki fengið mjög mikinn spiltíma hjá Barcelona. (Football Italia)

Hearts hefur áhuga á miðjumanninum Beni Baningime (22) hjá Everton. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner