Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 28. júlí 2021 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ólíklegt að Pogba skrifi undir - PSG hefur áhuga
Mynd: EPA
Sky Sports og aðrir fjölmiðlar eru sammála um að ólíklegt sé að Manchester United takist að semja við Paul Pogba um nýjan samning.

Franski miðjumaðurinn á eitt ár eftir hjá Rauðu djöflunum og gæti verið seldur í sumar. Franska stórveldið Paris Saint-Germain hefur mikinn áhuga þrátt fyrir að hluti stuðningsmanna félagsins vilji hann ekki.

Pogba er 28 ára gamall og gríðarlega hæfileikaríkur. Hann var lykilmaður hjá Juventus áður en hann fór til Manchester en þar hefur hann spilað 199 keppnisleiki á fimm árum.

Ole Gunnar Solskjær vill halda Pogba hjá Man Utd en allt virðist benda til þess að leikmaðurinn sjálfur vilji halda á ný mið.

„Félagið er í viðræðum við umboðsteymi Paul. Eina sem ég hef heyrt frá Paul er að hann hlakkar mikið til að hefja næsta tímabil," sagði Solskjær.

Hjá PSG myndi Pogba spila með nokkrum af bestu leikmönnum heims eins og Kylian Mbappe og Neymar. Þar myndi hann einnig spila með nokkrum af skjólstæðingum umboðsmanns sins Mino Raiola eins og Ítölunum Marco Verratti og Gianluigi Donnarruma.
Athugasemdir
banner
banner
banner