Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 28. júlí 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Telles meiddur fram í september
Mynd: EPA
Brasilíski bakvörðurinn Alex Telles meiddist á æfingu hjá Manchester United í síðustu viku og nú er ljóst að hann verður frá næstu vikurnar.

Ole Gunnar Solskjær segist ekki búast við að sjá Telles ná fullum bata fyrr en í september. Hann mun því missa af fyrstu leikjum tímabilsins gegn Leeds United, Southampton og Wolves sem fara fram á milli 14 og 29. ágúst.

Eftir leikinn við Wolves er landsleikjahlé og ætti Telles að vera klár í slaginn eftir það.

„Því miður eru ökklameiðsli Alex Telles aðeins verri en við héldum. Hann verður frá í nokkrar vikur, ég held alveg út ágúst," sagði Solskjær.

Telles var keyptur fyrir 15 milljónir punda í fyrra og er í beinni samkeppni við Luke Shaw um byrjunarliðssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner