„Mér fannst hann bara vera mjög góður, þetta tók smá tíma að skora á þær en þegar við skoruðum þá fannst mér þetta alveg, við vorum með yfirburði í leiknum og bara gaman að sjá hvað voru margir að skora mörkin í dag", sagði Agla María Albertsdóttir sóknarmaður Breiðabliks eftir 5-0 sigur í Bestudeild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 0 KR
„Já, mér fannst við vera að skapa okkur samt alveg góð kannski svona hálffæri í fyrri hálfleik, mér fannst við alveg vera með yfirburði en þetta er náttúrulega alveg galopið þegar staðan er 0-0 eða 1-0 þannig að það var bara gott að við keyrðum yfir þetta almennilega í seinni!, sagði Agla María um leikinn í kvöld.
Leikurinn var fysti leikur Öglu Maríu fyrir Breiðablik síðan í fyrra en hún gekk á dögunum til liðsins á laní frá Sænska úrvalsdeildarliðinu Hacken.
„Bara geggjað það er gott að vera komin heim, allavega í smá", sagði Agla María um það að vera komin aftur heim í Kópavogin.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.