Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 28. júlí 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Hörður Björgvin byrjaði í sigri Panathinaikos - Jafnt hjá Óttari
Mynd: Heimasíða Panathinaikos
Mynd: Siena

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Panathinaikos sem lagði FC Volendam frá Hollandi að velli í æfingaleik í dag.


Hörður Björgvin spilaði fyrri hálfleikinn í vörninni og var skipt út í hálfleik í stöðunni 1-0 fyrir Panathinaikos.

Lokatölur urðu 2-1 þökk sé sigurmarki frá Carlitos Lopez.

Í nótt átti Oakland Roots þá leik í B-deildinni í Norður-Ameríku og gerði markalaust jafntefli við Phoenix Rising.

Óttar Magnús Karlsson er markahæstur í deildinni og lék allan leikinn í fremstu víglínu án þess að skora. 

Óttar fékk gult spjald í leiknum og var Oakland vaðandi í færum en inn vildi boltinn ekki.

Oakland er með 29 stig eftir 24 umferðir þrátt fyrir 15 mörk frá Óttari á tímabilinu.

Panathinaikos 2 - 1 Volendam
1-0 D. Kourbelis ('34, víti)
1-1 El Kadiri ('58)
2-1 Carlitos Lopez ('76)

Oakland Roots 0 - 0 Phoenix Rising
Rautt spjald: I. Donasiyano, Phoenix ('94)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner