Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   sun 28. júlí 2024 22:02
Matthías Freyr Matthíasson
Arnar Grétars: Hefðum getað spilað ansi lengi án þess að skora
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þú getur ímyndað þér, líðanin er ekki góð. Mörkin sem við erum að fá á okkur, lítið hægt að gera í fyrsta markinu, þar sem Már Ægis skýtur í og fer í varnarmann og breytir um stefnu og þar erum við með alveg fjóra - fimm menn fyrir aftan bolta og hann kannski að skjóta af tuttugu metrum eða rúmlega það og þetta er bara svona happening í fótbolta. 

Svo fannst mér annað markið sem þeir fá, á eftir að sjá það aftur en mér fannst það of auðvelt þar sem Kennie er að hlaupa inn, kemur boltanum fyrir og við brjótum af okkur klaufalega og svo þriðja markið fannst mér líka af ódýrari gerðinni
sagði svekkur Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir slæmt 4 - 1 á móti Fram á Lambhagavellinum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Valur

Við náum þessu 3 - 1 marki sem var mikilvægt og við byrjum að þvílíkum krafti en ég held að við hefðum getað spilað hérna ansi lengi og ekki náð að skora. Við sköpuðum alveg aragrúa af færum en fjórða markið þeirra það drap okkur svoldið.

Við erum að reyna að keppa um að vinna þennan titil og þetta gerir hlutina bara erfiðari. Það er ekkert búið í þeim efnum en hlutirnir verða bara erfiðari. 

Nánar er rætt við Arnar hér að ofan og meðal annars um komandi evrópuleik og varanleg vistaskipti Bjarna Gunnars í FH og Hörð Inga í Val


Athugasemdir
banner
banner
banner