Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. ágúst 2018 11:50
Fótbolti.net
Hófið - Helgi sem Finnur gleymir ekki
KR-ingar eru á flottu skriði.
KR-ingar eru á flottu skriði.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stjarnan vann toppslaginn gegn Breiðabliki.
Stjarnan vann toppslaginn gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Skemmtileg umgjörð í Fossvoginum.
Skemmtileg umgjörð í Fossvoginum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slegið var upp veislu á heimavelli hamingjunnar.
Slegið var upp veislu á heimavelli hamingjunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder var meðal áhorfenda í Fossvogi.
Gregg Ryder var meðal áhorfenda í Fossvogi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
18. umferð Pepsi-deildarinnar er að baki. Stjarnan vann stórleikinn gegn Breiðabliki og Keflavík er formlega fallið. Í hófinu er umferðin gerð upp.

Sjá einnig:
Innkastið - Geggjaður leikur framundan í Garðabæ

Það sem Lucas lærði: Eftir hverja umferð gefur Lucas Arnold, enskur aðdáandi Pepsi-deildarinnar, sitt álit á því sem stóð upp úr.

„KR er að klára sína vinnu vel. Fyrir tveimur vikum var galopin Evrópubarátta um 4. sæti en KR er að taka stjórnina og klára dæmið. Handbragð Rúnars og hugmyndafræði eru farin að sjást betur á liðinu og það hefur verið jákvæð þróun síðustu tvo mánuði. ÍBV var skelfilegt varnarlega en KR lét Eyjaliðið líta illa út. Hreyfanleikinn í sóknarleik KR er að mínu mati þjálfaranum að þakka að stærstum hluta. Ég er spenntur að sjá hvernig þetta verkefni getur þróast á næsta tímabili, sérstaklega ef þeir fara í Evrópuleiki. Komandi leikur gegn FH þann 2. sept gæti verið stór yfirlýsing."

„Annað lið sem sendir frá sér stóra yfirlýsingu í 18. umferð er Fylkir. 3-1 sigur á mínum ástsælu Grindvíkingum. Fylkir spilaði af svo miklum krafti og trú að það er ljóst að það skiptir miklu máli að liðið sé aftur komið heim á Floridana-völlinn. Það var líka frábært að sjá Daða Ólafsson ná tveimur mörkum, hans frammistaða að undanförnu endurspeglar framfarirnar í liðinu. Hann hefur verið magnaður seinni hluta tímabilsins."

„Stjarnan er með það í sínum höndum að stöðva Val og liðið virðist ákveðið í að gera það, það sýndi sig gegn Breiðabliki. Fjórir leikir eftir og ekkert er ráðið..."

EKKI lið umferðarinnar:


Leikur umferðarinnar: Þetta var nokkuð skemmtileg umferð og nóg af mörkum að þessu sinni! Toppslagurinn er þó leikur umferðarinnar, 2-1 sigur Stjörnunnar gegn Breiðabliki.

Dómari umferðarinnar: Tveir dómarar deila þessum titli en báðir fengu 8,5. Þóroddur Hjaltalín dæmdi mikilvægan sigur Fylkis gegn Grindavík og Egill Arnar Sigurþórsson dæmdi sigurleik FH gegn Keflavík.

Góð umferð fyrir...

- Finnur Orri Margeirsson eignaðist strák á laugardaginn og skoraði síðan sitt fyrsta mark í efstu deild þegar KR vann 4-1 sigur gegn ÍBV. Langþráð mark hjá Finni og helgi sem gleymist ekki.

- Víkingur var 2-0 undir í hálfleik og það var ekkert sem benti til þess að þeir myndu snúa leiknum við en þeir jöfnuðu metin á 95. mínútu. Stig sem gæti reynst dýrmætt þegar talið verður upp úr pokanum fræga.

- Sigurð Egil Lárusson sem skoraði stórbrotið mark í 5-3 sigri Vals gegn Fjölni. Eitt flottasta mark sumarsins.

- Fylkismenn sem komu sér úr fallsæti með sigri gegn Grindavík.

Vond umferð fyrir...

- Ólaf Pál Snorrason, þjálfara Fjölnis. Varnarleikur Grafarvogsliðsins er í molum og falldraugurinn sveimar yfir. Ólafur fékk rautt spjald fyrir dómaratuð í lok leiksins gegn Val.

- Grindvíkinga. Óli Stefán Flóventsson, þjálfari, sagði eftir leikinn að sínir menn væru ekki tilbúnir að taka næsta skref.

- Breiðablik stimplaði sig út úr titilbaráttunni með því að tapa gegn Stjörnunni.

- Varnarleik ÍBV.

- Keflavík. Liðið er nú formlega fallið og hefur enn ekki náð að vinna leik.

Twitter #Fotboltinet

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner