Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   sun 28. ágúst 2022 18:27
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Vængirnir unnu risasigur í fallbaráttunni
Vængirnir unnu mikilvægan sigur í fallbaráttunni
Vængirnir unnu mikilvægan sigur í fallbaráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Vængir Júpiters 1 - 0 ÍH
1-0 Sindri Snær Eyjólfsson ('31 )

Vængir Júpíters unnu gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á ÍH í 3. deild karla í dag en bæði liðin eru í harðri fallbaráttu.

Sindri Snær Eyjólfsson skoraði eina mark leiksins fyrir Vængina á 31. mínútu og reyndist það eina mark leiksins.

Þetta er fyrsti sigur Vængjanna í mánuð og er liðið nú komið upp úr fallsæti og er með 16 stig í næst neðsta sæti, einu stigi á eftir ÍH sem er í 10. sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Liðin munu berjast fyrir lífi sínu í deildinni í síðustu þremur umferðunum. Dagskrá þeirra er svipuð en á pappír en hún er aðeins auðveldari hjá Vængjunum. ÍH spilar við Sindra, Víði og Kára á meðan Vængirnir mæta Kára, Sindra og KFS.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner