Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   sun 28. ágúst 2022 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Atli í markinu hjá Leikni - Þrettán ár frá síðasta leik í efstu deild
Atli Jónasson í leiknum með KR gegn Val árið 2009
Atli Jónasson í leiknum með KR gegn Val árið 2009
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Jónasson er í markinu hjá Leikni sem er að spila við Breiðablik í Bestu deild karla á Kópavogsvelli í kvöld en þrettán ár eru liðin frá síðasta leik hans í efstu deild.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

Atli, sem er fæddur árið 1988, er þaulreyndur markvörður en hann hefur verið Viktori Frey Sigurðssyni til halds og trausts á bekknum hjá Leiknismönnum í sumar.

Síðustu ár hefur hann spilað fyrir KFG, Smára, KV, Reyni Sandgerði, Hauka og Hvöt en hann er uppalinn í KR. Hann er með mikla reynslu úr næst efstu deild og 2. deildinni en lék aðeins tvo leiki fyrir KR á ferlinum.

Atli spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir KR árið 2009 í 4-3 tapi gegn Val og var það hans eini leikur í efstu deild eða fram að leiknum í kvöld er hann var settur í búrið gegn Blikum. Eyjólfur Tómasson er á bekknum, honum til halds og trausts.

Staðan er í 1-0 fyrir Blikum þegar rúmur hálftími er liðinn af leiknum.


Athugasemdir