Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   sun 28. ágúst 2022 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Ingvars: Reynum bara að pæla í okkur og vinna okkar leiki
Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks
Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Topplið Breiðabliks tóku á móti botnliði Leiknis frá Reykjavík í kvöld þegar lokaleikur dagsins í 19.umferð Bestu deildar karla fór fram á Kópavogsvelli.

Eftir að hafa bara leitt 1-0 í hálfleik enduðu Blikar sterkt og fóru að lokum með 4-0 sigur og styrktu um leið stöðu sína í toppbaráttunni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

„Mjög góð. Við lögðum okkur alla í þennan leik því ef við hefðum komið kærulausir í þennan leik þá hefðum við getað lent í veseni en við lögðum okkur alla fram og það gekk upp." Sagði Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Blikarnir voru meðvitaðir um úrslit dagsins á Akureyri en KA og Víkingur R eru þau félög sem eru að pressa hvað mest á forystu Blika í Bestu deildinni.

„Já algjörlega en við reynum svo minnst að pæla í því og reynum bara að pæla í okkur að við vinnum okkar leiki að þá mun þetta allt ganga upp hjá okkur."

Leiknismenn í stúkunni tóku Davíð Ingvarsson fyrir í fyrri hálfleik þar sem það var baulað á hann og fagnað hverjum mistökum en Davíð sagði þetta allt vera bara partur af leiknum.

„Þetta er bara hluti af þessu og maður verður bara að reyna halda haus. Þetta er bara skemmtilegt." 

Nánar er rætt við Davíð Ingvarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner