Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   sun 28. ágúst 2022 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Ingvars: Reynum bara að pæla í okkur og vinna okkar leiki
Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks
Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Topplið Breiðabliks tóku á móti botnliði Leiknis frá Reykjavík í kvöld þegar lokaleikur dagsins í 19.umferð Bestu deildar karla fór fram á Kópavogsvelli.

Eftir að hafa bara leitt 1-0 í hálfleik enduðu Blikar sterkt og fóru að lokum með 4-0 sigur og styrktu um leið stöðu sína í toppbaráttunni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

„Mjög góð. Við lögðum okkur alla í þennan leik því ef við hefðum komið kærulausir í þennan leik þá hefðum við getað lent í veseni en við lögðum okkur alla fram og það gekk upp." Sagði Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Blikarnir voru meðvitaðir um úrslit dagsins á Akureyri en KA og Víkingur R eru þau félög sem eru að pressa hvað mest á forystu Blika í Bestu deildinni.

„Já algjörlega en við reynum svo minnst að pæla í því og reynum bara að pæla í okkur að við vinnum okkar leiki að þá mun þetta allt ganga upp hjá okkur."

Leiknismenn í stúkunni tóku Davíð Ingvarsson fyrir í fyrri hálfleik þar sem það var baulað á hann og fagnað hverjum mistökum en Davíð sagði þetta allt vera bara partur af leiknum.

„Þetta er bara hluti af þessu og maður verður bara að reyna halda haus. Þetta er bara skemmtilegt." 

Nánar er rætt við Davíð Ingvarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner