Topplið Breiðabliks tóku á móti botnliði Leiknis frá Reykjavík í kvöld þegar lokaleikur dagsins í 19.umferð Bestu deildar karla fór fram á Kópavogsvelli.
Eftir að hafa bara leitt 1-0 í hálfleik enduðu Blikar sterkt og fóru að lokum með 4-0 sigur og styrktu um leið stöðu sína í toppbaráttunni.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Leiknir R.
„Mjög góð. Við lögðum okkur alla í þennan leik því ef við hefðum komið kærulausir í þennan leik þá hefðum við getað lent í veseni en við lögðum okkur alla fram og það gekk upp." Sagði Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.
Blikarnir voru meðvitaðir um úrslit dagsins á Akureyri en KA og Víkingur R eru þau félög sem eru að pressa hvað mest á forystu Blika í Bestu deildinni.
„Já algjörlega en við reynum svo minnst að pæla í því og reynum bara að pæla í okkur að við vinnum okkar leiki að þá mun þetta allt ganga upp hjá okkur."
Leiknismenn í stúkunni tóku Davíð Ingvarsson fyrir í fyrri hálfleik þar sem það var baulað á hann og fagnað hverjum mistökum en Davíð sagði þetta allt vera bara partur af leiknum.
„Þetta er bara hluti af þessu og maður verður bara að reyna halda haus. Þetta er bara skemmtilegt."
Nánar er rætt við Davíð Ingvarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |