"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
   sun 28. ágúst 2022 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Ingvars: Reynum bara að pæla í okkur og vinna okkar leiki
Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks
Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Topplið Breiðabliks tóku á móti botnliði Leiknis frá Reykjavík í kvöld þegar lokaleikur dagsins í 19.umferð Bestu deildar karla fór fram á Kópavogsvelli.

Eftir að hafa bara leitt 1-0 í hálfleik enduðu Blikar sterkt og fóru að lokum með 4-0 sigur og styrktu um leið stöðu sína í toppbaráttunni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

„Mjög góð. Við lögðum okkur alla í þennan leik því ef við hefðum komið kærulausir í þennan leik þá hefðum við getað lent í veseni en við lögðum okkur alla fram og það gekk upp." Sagði Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Blikarnir voru meðvitaðir um úrslit dagsins á Akureyri en KA og Víkingur R eru þau félög sem eru að pressa hvað mest á forystu Blika í Bestu deildinni.

„Já algjörlega en við reynum svo minnst að pæla í því og reynum bara að pæla í okkur að við vinnum okkar leiki að þá mun þetta allt ganga upp hjá okkur."

Leiknismenn í stúkunni tóku Davíð Ingvarsson fyrir í fyrri hálfleik þar sem það var baulað á hann og fagnað hverjum mistökum en Davíð sagði þetta allt vera bara partur af leiknum.

„Þetta er bara hluti af þessu og maður verður bara að reyna halda haus. Þetta er bara skemmtilegt." 

Nánar er rætt við Davíð Ingvarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner