Harðjaxlinn Gennaro Gattuso hefur verið ráðinn nýr stjóri franska félagsins Marseille, eftir að Marcelino sagði upp.
„Ég er spenntur fyrir því að starfa með nýju liði og takast á við þær áskoranir sem bíða okkar. Þetta er félag og leikvangur sem eru þekkt um alla Evrópu fyrir ástríðu og ákefð," segir Gattuso.
„Ég er spenntur fyrir því að starfa með nýju liði og takast á við þær áskoranir sem bíða okkar. Þetta er félag og leikvangur sem eru þekkt um alla Evrópu fyrir ástríðu og ákefð," segir Gattuso.
Gattuso er 45 ára og skrifaði undir samning til sumarsins 2024, með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Marseille er í áttunda sæti frönsku deildarinnar.
Gattuso hefur verið í þjálfun í rúmlega áratug og stýrt Pisa, AC Milan og Napoli. Á leikmannaferlinum lék hann 468 leiki fyrir AC Milan milli 1999 og 2012 og lék 73 landsleiki fyrir Ítalíu.
Athugasemdir