Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 28. október 2022 12:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Gea ekki í 55 manna hópi Spánverja
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: EPA
Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni þá verður David de Gea ekki í 55 manna úrtakshópi Spánverja fyrir HM í Katar.

Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, hefur ekki valið De Gea í síðustu hópa og það verður engin breyting á því núna - þrátt fyrir að fimm markverðir séu í úrtakshópnum.

Það er talið vinna mjög gegn markverði Manchester United hvað hann er slakur í fótunum.

Samkvæmt AS þá er De Gea ekki í úrtakshópi Spánverja og mun hann ekki fara til Katar. Hann var aðalmarkvörður Spánar á HM í Rússlandi.

Sagt er að David Raya, markvörður Brentford, og Robert Sanchez, markvörður Brighton, muni fara til Katar ásamt Unai Simon, markverði Athletic Bilbao. Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, og David Soria, markvörður Getafe, verða einnig í úrtakshópnum og munu berjast um það að komast til Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner