Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 28. nóvember 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola samþykkir að leyfa Ferran Torres að fara
Torres gæti verið á förum.
Torres gæti verið á förum.
Mynd: EPA
Ferran Torres er sagður á förum frá Manchester City þrátt fyrir að vera aðeins á sínu öðru tímabili hjá Englandsmeisturunum.

Það eru háværar sögur um að hann sé að snúa aftur til Spánar. Barcelona er að reyna að kaupa þennan fyrrum leikmann Valencia.

Samkvæmt spænska fjölmiðlinum Mundo Deportivo þá er Torres búinn að láta þjálfara sinn, Pep Guardiola, vita að hann langi að fara til Barcelona.

Það segir í sömu frétt að Guardiola sé tilbúinn að leyfa honum að fara ef félögin tvö komast að samkomulagi um kaupverð.

City borgaði rúmar 20 milljónir punda til þess að landa Torres á síðasta ári. Hann er búinn að skora 16 mörk í 43 leikjum fyrir félagið en er núna mögulega á förum.

Sjá einnig:
Torres sagður hafa náð samkomulagi við Barca
Athugasemdir
banner