Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 28. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laporta hefur trú á „kraftaverki"
Joan Laporta, forseti Barcelona.
Joan Laporta, forseti Barcelona.
Mynd: Getty Images
Joan Laporta, forseti Barcelona, er sannfærður um að félagið muni leggja Bayern München að velli 8. desember næstkomandi.

Barcelona er ekki í góðri stöðu fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni í Meistaradeildinni gegn Bayern.

Börsungar gerðu markalaust jafntefli við Benfica síðasta þriðjudagskvöld. Það voru slæm úrslit fyrir liðið, mjög slæm. Þeir eru tveimur stigum á undan Benfica fyrir lokaumferðina, en Barcelona á Bayern München í lokaleik sínum - á útivelli. Bayern hefur unnið alla leiki til þessa. Benfica spilar á meðan við Dynamo Kiev á heimavelli. Barcelona dugir ekki jafntefli ef Benfica vinnur sinn leik.

Laporta hefur trú á „kraftaverki" eins og hann orðar þar. „Við getum unnið Barcelona. Það verður kraftaverk, ég er sannfærður um að við munum vinna," sagði Laporta við AS.

Barcelona tapaði 0-3 gegn Bayern á heimavelli fyrr á þessu tímabili. Frá því það gerðist, þá er Xavi búinna að taka við liðinu. Nær Barcelona að vinna Bayern?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner